Aðal­steinn Leifs­son, fyrr­verandi ríkis­sátta­semjari, kannast ekki við í­trekuð sím­töl sím­töl í Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóra í kringum kjara­deiluna í vetur.

Hann segist hafa hringt einu sinni Ás­geir, þann 25. nóvember í fyrra, í sam­tali við mbl.is.

Ás­­geir sagði í ítar­­legu við­tali við Morgun­blaðið í morgun að ríkis­sátta­­semjari hafi verið hringjandi í sig til að hafa á­hrif á stýri­­vaxta­hækkun.

Aðal­steinn segist hins vegar hafa tekið skýrt fram í sam­tali þeirra að hann virti sjálf­stæði bankans. Hann vildi einungis að Ás­geir myndi tala af virðingu við og um aðila vinnu­markaðarins.

Aðalsteinn segist jafn­framt ekki skilja hvers vegna Ás­geir rjúfi trúnað um tveggja manna tal og tekur Frið­rik Jóns­son, fyrrum for­maður BHM, undir með Aðal­steini.

„Þetta við­­tal seðla­banka­­stjóra er frá­­leitur og for­­dæma­­laus trúnaðar­brestur sem ætti undir öllum venju­­legum kring­um­­stæðum að hafa al­var­­legar af­­leiðingar. Full­kom­­lega ó­­við­eig­andi að greina frá þessum sam­­tölum í svona smá­at­riðum. Ég er gáttaður,” skrifaði Friðrik á Twitter í dag.