*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 10. nóvember 2011 13:27

Hringir ekki hrifningarbjöllum

Steingrímur er ekki hrifinn af því að útlendingar kaupi hér stór lönd.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna lýsti því yfir á Alþingi fyrir stundu að það hringdi engum sérstökum hrifningarbjöllum hjá sér að utanaðkomandi aðilar og útlendingar færu að kaupa hér stór lönd. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Ummælin féllu í kjölfar þess að Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar spurði ráðherra hver skoðun hans væri á fyrirhuguðum kaupum Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmaðurinn sagði fátt því til fyrirstöðu en að ganga frá kaupunum enda hefði efnahagsráðherra nú þegar lýst því yfir. Fjármálaráðherra sagði málið í eðlilegum farvegi.