Hrönn Ingólfsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Portusar hf. sem á og annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík.

Hrönn hefur undanfarið verið framkvæmdasstjóri markaðssviðs Skeljungs hf. og þar áður,  á árunum 2002 til 2008, var hún forstöðumaður markaðssviðs og síðar framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.

Hrönn er með BA próf í félags-og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, MA í auglýsingafræði frá Michigan State University, MSc í aðferðafræði félagsvísinda frá University of Edinburgh og MBA frá Háskóla Íslands.  Hún á tvo syni.