Nestle hefur fjarlægt pastamáltíðir sem innihalda kjöt úr búðum á Ítalíu og Spáni eftir að hrossa DNA finnst í matvörunni. Þetta kemur frá á vefsíðunni bbc.com í dag.

Nestle hefur stöðvað alla dreifingu frá kjötframleiðanda sínum í Þýskalandi. Nestle er nýjasta fyrirtækið sem finnur hrossakjöt í vörum sínum.

Talsmaður Nestle segir að DNA magnið sem hefði fundist væri mjög lágt en þó hærra en 1%.

Í síðustu viku hélt Nestle því fram að ekkert hrossakjöt væri í þeirra matvöru.

Vörurnar sem Nestle tók úr dreifingu á Spáni og Ítalíu heita: Buitoni Beef Ravioli og Beef Tortellini.