Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, segir að bætt afkoma félagsins skýrist fyrst og fremst af hækkandi álverði. Á síðustu 3 mánuðum hefur verð á áli hækkað um rúmlega 15%.

Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam um 3,6 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins er hagnaðurinn rúmlega 1,2 milljarðar króna.