Internetfyrirtækið Google, sem heldur úti öflugustu leitarvélinni á netinu, hefur gengið nokkuð vel frá því að það var skráð á markað fyrir um fjórum mánuðum. Reksturinn hefur gengið það vel að frá útboði hefur félagið hækkað um 74%. Í vikunni birti svo fjárfestingarbankinn Golman Sachs nýtt verðmatsgengi á Google. Er nýja gengið 215 dollarar á hlut sem er um 150% hækkun frá útboðsgengi. Hlutabréfaverð Google var á föstudag í 179,39 dollurum á hlut.

Þetta kemur fram í vikufréttum MP fjárfestingabanka.