Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu  10. júní 2005 til og með 15. júní 2005 var 164.  Þar af voru 123 samningar um eignir í fjölbýli, 32 samningar um sérbýli og 9 samningar um annarskonar eignir. Heildarveltan var 4,813 milljónir og meðalupphæð á samning 29,3 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Á sama tíma var 8 kaupsamningum þinglýst á Akureyri.  Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 3 samningar um eignir í sérbýli.  Heildarveltan var 114 milljónir og meðalupphæð á samning 14,2 milljónir króna.

Á Árborgarsvæðinu var á þessu tímabili þinglýst 8 kaupsamningum.  Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um eignir í sérbýli.  Heildarveltan var 121 milljón og meðalupphæð á samning 15,1 milljón króna.

Til samanburðar, þá var meðalsamningsupphæð kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 11. til 17. júní í fyrra 17,1 milljón króna, en 15,4 milljónir króna á tímabilinu 13. til 19. júní árið 2003. Þessi tala var 14,8 milljónir á tímabilinu 7. til 13. júní 2002 og 14,4 milljónir króna á tímabilinu 8. til 14. júní árið 2001.