Verðbólga mældist 2,9% á Íslandi í nóvember skv. samræmdri vísitölu neysluverðs í EES-ríkjunum. Það er aðeins hærri verðbólga en að meðaltali í EES-ríkjum sem mældist 2,1% og á evrusvæðinu 2,2. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu í Lettlandi, 7,2% og í Slóvakíu, 6%. Minnst var verðbólgan í Finnlandi, 0,2% og í Danmörku, 1,0%.