Vefsíða bandaríska sjóðastýringafyrirtækisins Fidelity Investments lá niðri í rúmlega klukkustund eftir að verðbréfamarkaðir opnuðu vestanhafs. Hrun vefsíðunnar er rakið til þess að almennir fjárfestar í Bandaríkjunum kappkostuðu við að komast inn á reikninga sína hjá fyrirtækinu til að sjá skaðann frá því í gær.

Nokkur órói var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar Dow Jones hlutabréfavísitalan féll um 1.175 stig eða 4,6%, en vísitalan hefur ekki lækkað svo mikið á einum degi síðan í september 2008. Þá lækkaði einnig S&P 500 vísitalan um 4,1%.