Jeremy Powell seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu, að vandræði bandarískra banka, en tveir bankar hafa orðið gjaldþrota, gæti valdið því að vaxtahækkunum ljúki fyrr en útlit var fyrir tveimur vikum síðan.

Powell útilokaði þó ekki frekari hækkanir en bankinn virðist vera að ná nokkrum tökum á verðbólgunni Vestanhafs. Verðbólga mældist 6,04% í febrúar en var 6,41% í janúar.

Seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti um 0,25% í 5%. Er þetta níunda hækkun bankans í röð en hækkunarhrynan hófst í fyrir rétt rúmu ári síðan.