Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS.

Evrópsk hlutabréf hrundu í verði í dag í kjölfar ummæla Christine Lagarde framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem varaði við því  að efnahagsástandið væri að nærri hættumörkum.

Í Frankfurt lækkaði Deutsche Bank mest, um 8,96%, Daimler, framleiðandi Mercedes Benz, lækkaði um 8,22% og Commerzbank um 7,04%.

Í London lækkaði námu og álrisinn Rio Tinto um 10,8%, Lloyds um 10,9% og Barclays um 9,4%.

Í París lækkaði Societe Generale um 9,57% og Credit Agricole um 9,49%

Helstu vísitölur í Evrópu

Í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 4,96%,í Lundúnum lækkaði FTSE um 4,62%, í París lækkaði CAC um 5,25%, í Madríd lækkaði Ibex35 um 4,62% og í Mílanó lækkaði MIB um 4,52%.