Hlutabréf hrundu við opnun markaða í Ísrael í morgun, en sunnudagur er dagur vinnuvikunnar þar í landi.

Eftir að hlutabréf höfðu lækkað um 6% var kauphöllinni í Tel Aviv lokað tímabundið. Telja sérfræðingar lækkanirnar benda til þess að hlutabréf munu lækka mikið við opnun markaða í Evrópu í fyrramálið, en þeir opna kl. 7.

Mikil mótmæli eru í landinu og telja fjölmiðlar í Ísrael um 300.000 mótmælendur vera á götum úti. Lögregla segir töluna eitthvað lægri, eða 250.000.