Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt líkt og gerðist í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Lækkunin er rakin til skuldavanda evru ríkjanna og ótta um það að Ítalía og Spánn lendi í sömu fjárhagsvandræðum og Grikkland. Hlutabréfaverð í ítölsku kauphöllinni féll um rúm fjögur prósent fyrsta hálftímann eftir að opnað var fyrir viðskipti.

Hlutabréf lækka.
Hlutabréf lækka.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Þá hafa hlutabréf í þýskum bönkum og tryggingarfélögum lækkað mikið í kauphöllinni í Frankfurt þar sem fjárfestar hafa áhyggjur af lánveitingum þeirra til Ítalíu. Mest fall var í Deutsche Bank sem lækkaði um 5,4%. Úrvalsvísitölur í París og Kaupmannahöfn hafa einnig lækkað og lækkunin nemur um 2% í morgun.