*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Innlent 8. desember 2019 15:38

Hrun í blaðalestri

Aukin útgjöld til menntunar í þróuðum löndum hafa ekki bætt útkomur samkvæmt niðurstöðum Pisa.

Ritstjórn
vb.is

Pisa-könnunin, sem birt var á þriðjudag hefur helst leitt í ljós að verulega aukin fjárútlát til menntunar í þróuðum iðnríkjum heims hefur ekki bætt kunnáttu í grunngreinum.

Fyrir lesendur þessarar síðu er það þó ekki síður athyglisvert að skoða breyttar lestrarvenjur nemenda á undanförnum áratug. Árið 2009 lásu þannig 63% þeirra dagblöð að staðaldri, en í fyrra gerðu það aðeins 25%.

Fallið í lestri nemenda á tímaritum er enn meira. Eins er það áhyggjuefni að hartnær helmingur sagðist einfaldlega ekkert lesa ótilneyddur. Á móti lesa 80% fréttir á netinu, en það verður prentmiðlum lítil huggun.