*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Erlent 7. apríl 2020 16:25

Hrun í eftirspurn eftir bensíni

Eftirspurn eftir bensíni hefur dregist mikið saman beggja vegna Atlantshafsins vegna kórónuveirunnar.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Eftirspurn eftir bensínu hefur hrunið í Bandaríkjunum samhliða því að margir íbúar landsins eyða nú mestum tíma heimavið. Samkvæmt frétt Bloomberg féll sala á bensíni um 46,6% í landinu í síðustu viku marsmánaðar miðað við sama tímabil í fyrra. Í vikunni þar á undan hafði salan svo dregist saman um 30%. 

Samdrátturinn í Bandaríkjunum bliknar þó í samanburði við það sem hann var á Spáni í síðustu viku mars en þar dróst sala á bensíni saman um 83% milli ára. Þá hefur bensín sala dregist saman um 66% í Bretlandi og um helming í Hollandi.