Einungis 3 flugvélar hafa verið keyptar til landsins á yfirstandandi ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands en þær voru 14 árið 2009. Er þetta minnsti innflutningur á flugvélum í meira en áratug. Næst minnsti innflutningurinn sl. ellefu ár var árin 2001 og 2002, en þá voru fluttar inn 5 flugvélar hvort árið. Mesti innflutningurinn á þessum árum var aftur á móti árið 2005, en þá voru keyptar 36 flugvélar til landsins. Næst mest var svo flutt inn árið 2007 eða 30 flugvélar.