Hlutabréf í Twitter féllu mikið í gær eftir lokun markaða í Bandaríkjunum. Ástæðan er vonbrigði fjárfesta með uppgjör á þriðja ársfjórðungi. Lægst fóru bréfin niður um 13% en þegar þetta er skrifað hafa þau lækkað um 11%. Wall Street Journal greinir frá.

Vöxtur í nýjum notendum var undir væntingum samtals eru notendur Twitter 320 milljónir. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi námu 569,2 milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum 73 milljörðum króna, en það var vel yfir væntingum greiningaraðila.

Twitter hefur átt í erfileikum undanfarið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði af sér í sumar en þetta er fyrsta árshlutauppgjör síðan að nýr framkvæmdastjóri, Jack Dorsey, var formlega ráðinn.