Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar lét nýverið af embætti formanns Bílgreinasambandsins.

Hann segir að mikill samdráttur sé í sölu nýrra bíla um þessar mundir. Bílaumboðin hafi nær alveg skrúfað fyrir innflutning og séu nú að selja þær birgðir sem þegar var búið að flytja inn.

Heildarsamdrátturinn í sölu nýrra bíla hér á landi í maí nam 42% og ef sala á bílaleigubílum er dregin frá þá nam samdrátturinn 57%.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í viðtali við Egil í helgarblaði Viðskiptablaðsins á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .