*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 29. febrúar 2020 14:09

Hrun í sölu til bílaleiga

Sala á nýjum bílum til bílaleiga hefur dregist mikið saman á milli ára - smá aukning í sölu til einstaklinga.

Ritstjórn
Rekstraraðilar bílaleigufyrirtækja halda að sér höndum um þessar mundir.
Haraldur Guðjónsson

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa selst 1.402 nýir bílar samanborið við 1.647 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nemur því 14,9% á milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Sala til einstaklinga það sem af er ári hefur aukist um 1,0% miðað við sama tímabil 2019, en samdrátturinn helgast af 1,8% minni sölu til almennra fyrirtækja og 41,1% minni sölu til bílaleigufyrirtækja.

„Vistvænir bílar halda áfram að auka hlutdeild sína af heildarsölunni og hafa þeir verið yfir helmingur sölunnar frá áramótum, eða 51,1% af sölu allra fólksbíla," segir í tilkynningunni. „Hreinir rafmagnsbílar tróna þar á toppnum með 19,6% hlutfall og þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 17,2% hlutdeild, hybrid bílar með 13,3% og metanbílar með 0,9%. Það er því ljóst að þessar tegundir bíla eru að sækja mikið á og líklegt að svo verði áfram þar sem úrval tegunda slíka bíla eykt hratt þessa dagana og mun gera það enn frekar á næstu misserum."

Stikkorð: bílasala bílaleigur