Hrun var á verðbréfamarkaði í Aþenu á fyrsta degi eftir fimm vikna stöðvun viðskipta. ASE vísitalan í Aþenu lækkaði um 16% í gær og voru það bankar sem leiddu lækkunina. Þetta kemur fram í greiningu IFS.

Verð féll á Piraeus Bank og National Bank of Greece um 30%, en hugsanlegt er að fyrir lokun markaða í dag lækki verð þeirra enn meira, þar sem 30% lækkun er mesta mögulega lækkun sem er birt með bréf í viðskiptum innan dags.

Búist var við mikilli lækkun þar sem kauphallarsjóðir með grísk verðbréf, skráðir í öðrum kauphöllum, einsog tam. Global X FTSE Greece 20 ETF sem er skráður í Bandaríkjunum, féll um 17% á meðan kauphöllin í Aþenu var lokuð í fimm vikur.