Algjört hrun átti sér stað á hlutabréfmörkuðum á Wall Street í dag.

Þegar kauphöllinni í New York var lokað hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 625 stig eða 5,55%. Er þetta mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá því í 1. desember 2008. S&P500 lækkaði um 6,66% og Nasdaq féll um 6,9%.

Af stærri fyrirtækjum lækkuðu hlutbréf hlutabréf Bank of America mest, eða um 20,32%.