Tilkynnt var í dag um nýjar stjórnir Tækniþróunarsjóðs annars vegar, til tveggja ára og Byggðastofnunar hins begar, til eins árs. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipar í stjórn Tækniþróunarsjóðs en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stjórn Byggðastofnunar.

Formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs var skipuð Hrund Gunnsteinsdóttir, án tilnefningar. Aðrir stjórnarmenn eru Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðins, Grímur Valdimarsson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jakob Sigurðsson, tilnefndur af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs, Pétur Reimarsson og Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, bæði tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem fór fram í Vestmannaeyjum, var Herdís Sæmundsdóttir skipuð stjórnarformaður, en hún tók við af fráfarandi formanni, Þóroddi Bjarnasyni. Aðrir stjórnarmenn í stjórn eru Einar E. Einarsson, varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson, Oddný María Gunnarsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir.