*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 10. apríl 2015 16:25

Hrund og Herdís nýir stjórnarformenn

Hrund Gunnsteinsdóttir er nýr stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og Herdís Sæmundardóttir stjórnarformaður Byggðastofnunar.

Ritstjórn
Á myndinni eru Salvör Nordal og Hrund Gunnsteinsdóttir, nýr formaður Tækniþróunarsjóðs
Haraldur Guðjónsson

Tilkynnt var í dag um nýjar stjórnir Tækniþróunarsjóðs annars vegar, til tveggja ára og Byggðastofnunar hins begar, til eins árs. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipar í stjórn Tækniþróunarsjóðs en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stjórn Byggðastofnunar.

Formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs var skipuð Hrund Gunnsteinsdóttir, án tilnefningar. Aðrir stjórnarmenn eru Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðins, Grímur Valdimarsson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jakob Sigurðsson, tilnefndur af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs, Pétur Reimarsson og Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, bæði tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem fór fram í Vestmannaeyjum, var Herdís Sæmundsdóttir skipuð stjórnarformaður, en hún tók við af fráfarandi formanni, Þóroddi Bjarnasyni. Aðrir stjórnarmenn í stjórn eru Einar E. Einarsson, varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson, Oddný María Gunnarsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is