*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 3. mars 2015 11:28

Hrunið blés lífi í frumkvöðlastarf á Íslandi

Verkefnastjóri Klak Innovit segir hugmyndasmiðum hér á landi hafa fjölgað jafnt og þétt frá hruninu 2008.

Ritstjórn
Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit.
Haraldur Guðjónsson

„Þrátt fyrir mikið verðfall efnislegra gæða gæddu afleiðingar hrunsins frumkvöðlastarf á Íslandi nýju lífi. Fjöldi fólks sá sér þann kost vænstan að skapa sín eigin tækifæri þegar önnur voru ekki í boði. Reynt og vel menntað fólk varð allt í einu laust til nýrra verka.“

Þetta segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit, en hann ritaði Endahnút í Viðskiptablaðið í síðustu viku. Þar fer hann yfir frumkvöðlastarf á Íslandi frá efnahagshruni og segir aðstæður hér á landi til að setja á stofn sprotafyrirtæki aldrei verið eins góðar og í dag.

„Aldrei hefur verið meira úrval styrkja, húsnæðis og verkefna sem ætlað er að styðja við bakið á frumkvöðlum. Nú virðist meira að segja eitt síðasta púslið sem lengi hefur vantað vera að bætast í myndina því nýlega var tilkynnt um fjármögnun þriggja öflugra fjárfestingarsjóða. Samanlagt ætla þeir sér að fjárfesta rúma ellefu milljarða í sprotafyrirtækjum á næstu árum,“ segir Stefán meðal annars í pistlinum.

Endahnút Stefáns má lesa í heild sinni hér.