Lækkun í fjölga flugfarþega í kjölfar árásar ISIS í París í nóvember sl. auk flughraps rússneskrar farþegaþotu yfir Egyptalandi í október hafði töluverð áhrif á afkomu easyJet á árinu 2015.

Tekjur félagsins voru í samræmi við væntingar í október en lækkuðu mikið í nóvember og desember segir í tilkynningu frá félaginu. Hlutabréf í flugfélaginu féllu um 10% í kjölfar árásanna í París og hafa fallið um 2,33% í viðskiptum dagsins.

Tekjur félagsins í ársfjórðungnum féll um 3,7%. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu telur það að rúmlega helmingur þess sé vegna árásanna í París og flughrapsins í lok október, en grunur leikur á um að vélinni hafi verið grandað af hryðjuverkamönnum.

Félagið tilkynnti í nóvember að tekjur þess myndu lækka við næsta uppgjöf vegna árásanna, en flugferðum til og frá Frakklandi fækkaði töluvert og sætanýting í þeim flugum var einnig töluvert undir meðaltali. Félagið hefur þó gefið það út að eftirspurn og sætanýting sé farin að aukast og sé mun betri í janúar.