Fjöldi fólks er látinn og fjöldi særður eftir hryðjuverkaárás í Brussel í morgun. Ein sprenging var á alþjóðaflugvellinum í Brussel og önnur á neðanj­arðarlest­ar­stöð nálægt stofnunum Evrópusambandsins.

Búið er að loka öllum  neðanj­arðarlest­ar­stöðvum í Brus­sel vegna hryðju­verka­ógn­ar auk þess sem búið er að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi.

Árásin kemur fjórum dögum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn, en hann hef­ur verið ákærður fyr­ir aðild að hryðju­verka­árásinni í París í nóvember sem kostaði 130 manns lífið. Lögreglan í Belgíu hefur verið með mikinn viðbúnað síðan hann var handtekin, en hún segir að hún hafi búist við hefndaraðgerðum í kjölfar handtökunnar.

Talið er að heildarfjöldi látinna í Brussel sé kominn í 23 auk þess að tugir til viðbótar hafa særst.