Íslömsku hryðjuverkasamtökin Al Shabaab frá Sómalíu hafa búið til nýtt myndband til að fá ungt fólk til liðs við sig. Myndbandið er sett upp líkt og heimildamynd um kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og gegnir forsetaframbjóðandinn Donald Trump lykilatriði í myndbandinu.

Í myndinni er birt upptaka úr ræðu milljarðamæringsins Trump frá því í desember, þar sem hann hvetur Bandaríkin til að banna alla múslima frá því að koma til landsins. Fékk hann mikið lof fyrir.

Þá var einnig birt myndskeið af fyrrum skæruliðaforingjanum Anwar al-Awlaki, sem var drepinn í drónaárás í Jemen árið 2011, þar sem hann segir að múslimar í Bandaríkjunum þurfi að velja á milli þess að yfirgefa landið og flytja til íslamskra þjóðfélaga, eða vera um kyrrt og berjast gegn vesturlöndum.

Myndbandi Al Shabaab var dreift á Twitter á föstudag en samtökin hafa í mörg ár reynt að steypa sómölskum stjórnvöldum af stóli og stofna ríkisstjórn sem fylgir ströngum sharia lögum.