Með úrskurði héraðsdóms Austurlands uppkveðnum 19. júlí 2010 var fyrirtækið Hryðjuverk ehf., kt. 480605-1360 á Egilsstöðum tekið til gjaldþrotaskipta. Heildarkröfur í búið námu tæpum 67 milljónum króna og greiddust aðeins rúmar 90 þúsund krónur upp í kröfur. Heiti fyrirtækisins þykir afar sérstakt og með gjaldþrotinu má eflaust segja að það hafi nú fyllilega staðið undir nafni gagnvart þeim sem töldu sig eiga fjármuni inni hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið var stofnað 30. apríl árið 2005. Tilgangur félagsins er mannvirkjagerð, rekstur vinnuvéla og flutningatækja, rekstur fasteigna, lánastarfsemi, kaup og sala hlutabréfa og annar skyldur rekstur.

Skiptum á búinu var lokið 30. nóvember 2010 með úthlutunargerð úr þrotabúinu. Samkvæmt henni greiddust kr. 90.412 upp í forgangskröfur að fjárhæð kr. 2.991.204, eða 3,03% þeirra. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur. Skiptastjóri var Jón Jónsson hrl.