HS Orka er skuldbundið til að afhenda álveri Norðuráls í Helguvík þá raforku sem orkusölusamningur fyrirtækjanna hafa gert sín á milli, samkvæmt niðurstöðu úr gerðardómi.

Gerðardómurinn komst að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur aðila sé í fullu gildi, og að HS Orka sé skuldbundin til að afhenda Norðuráli þá raforku sem samningurinn tilgreinir í samræmi við skilmála hans.

Orkusölusamningurinn frá frá árinu 2007.

„Við erum ánægð með niðurstöðu gerðardómsins og vonumst til þess að Norðurál og HS Orka geti tekið höndum saman við að koma framkvæmdum í Helguvík á fullan skrið sem allra fyrst,“ ef haft eftir Ragnari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls.