Hitaveita Suðurnesja heyrir nú sögunni til og við hafa tekið tvö fyrirtæki, HS Orka hf sem verður með virkjanirnar og raforkusölu og svo HS Veitur hf sem verður með veitukerfin. Breytingin tók gildi um áramót.

Uppskipting var samþykkt á hluthafafundi 1. desember s.l. og kemur í framhaldi af lögum sem samþykkt voru frá alþingi í maí 2008 um breytingar nokkurra laga á auðlinda- og orkusviði.

Ákveðið var að allir starfsmenn verði starfsmenn HS Orku hf og gerður verður þjónustusamningur milli fyrirtækjanna um að HS Orka hf annist alla þjónustu sem HS Veitur sinnir.

Hitaveita Suðurnesja fagnaði 34 ára afmæli sínu á gamlársdag.