Fjármálaeftirlitið og HS Orka hafa gert með sér sátt vegna brots félagsins á lögum um verðbréfaviðskipti. Félagið greiðir 1,2 milljónir króna og og gekkst HS orka með sáttinni við því að hafa brotið gegn lögum með því að hafa ekki skilað listum yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum til FME innan tilskilins frest, þrátt fyrir áminningu þar um.

„Í 128. gr. vvl. er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum. Endurskoðaðan lista yfir innherja skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti,“ segir í tilkynningu FME.

Var það mat FME að fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin 1,2 milljónir króna.