HS Orka tapaði um 937 milljónum króna á rekstri félagsins árið 2011. Árið áður var hagnaður af rekstri um 865 milljónir. Breytingu milli ára má í meginatriðum rekja til sveiflna í gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. Gengistap á árinu 2011 var 846 milljónir króna, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Ársreikningurinn var birtur í morgun.

Tekjur félagsins jukust frá árinu 2010 um 6,3% og námu 7.431 milljón króna. Er það einkum vegna meðalhækkunar krónunnar gagnvart dollar og vegna þess að álverð var hærra en á árinu 20101. Um 44% tekna voru tengdar álverði og dollar. Gert er ráð fyrir að hlutfallið lækki í 36% í ár.

Vaxtagreiðslur félagsins lækkuðu um 12,6% og námu 589 milljónum í árslok 2011 samanborið við 674 milljónir árið áður. EBITDA-hagnaður árið 2011 lækkaði lítillega milli ára, eða um 2,1%. Hann var 2.678 milljónir og má lækkunina rekja til 389 milljóna einskiptikostnaðar vegna gerðardóms gagnvart Norðuráli Helguvík.

Ársreikningur HS Orku .