HS Orka tapaði 932 milljónum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður rúmlega 1,2 milljörðum króna. Tekjur jukust um rúmlega 400 milljónir milli ára og voru á fyrstu 9 mánuðum ársins 2011 um 5.551 milljón.

Heildareignir HS Orku eru metnar á tæplega 40 miljarða í lok september. Þær námu um 41,5 milljörðum í lok árs 2010. Eigið fé nemur 16,4 milljörðum og eiginfjárhlutfallið er 41,2%.

Eigendur HS Orku eru Magma Energy í Svíþjóð (75%) og Jarðvarmi, félag lífeyrissjóða sem heldur um 25% hlut.

Árshlutareikningur HS Orku .