Hitaveita Suðurnesja hefur samið um að kaupa alla orku frá Múlavirkjun, sem ætlunin er að reisa við Straumfjarðará á Snæfellsnesi, en hún rennur úr Baulárvallavatni í suður, þar til hún streymir út í Faxaflóa. Uppsett afl virkjunar er 3x900 kW túrbínur með 3x200 kW umfram framleiðslugetu.
Áætluð orkuframleiðsla á ári er 14,3 GWh. Samningur við virkjunina hljóðar upp á 900 kW framleiðslu allt árið.

Byggð verður steinsteypt stífla með yfirfalli og inntaksbúnaði um 100m neðan við ós vatnsins og mun vatnsborð þess hækka um 1m.

Frá stíflu niður í stöðvarhús er um 1.500 m leið og verður lögð 1,2m víð pípa þangað. Byggð verður stífla með botnloku við ós Hraunsfjarðarvatns, en úr því rennur Vatnsá í Baulárvallavatn. Stíflan verður um 60m löng og 4m há og steypt að 2/3 hlutum. Megin tilgangur stíflunar er að jafna rennsli úr Hraunsfjarðarvatni, og við mat á umhverfisáhrifum var ákveðið að láta sveiflur á vatnsborði Baulárvallavatns halda sér innan náttúrulegra marka en láta vatnsyfirborð Hraunfjarðarvatns sveiflast meira.

Uppsett afl virkjunar er 3x900 kW túrbínur með 3x200 kW umfram framleiðslugetu. Áætluð orkuframleiðsla á ári er 14,3 GWh.

Samningur við virkjunina hljóðar upp á eftirtalda framleiðslu:
900 kW framleiðslu allt árið.

1.800 kW framleiðslu til viðbótar 1. sept. til 31. maí daglega frá kl. 07:00 til 20:00, með möguleika á umfram framleiðslu ef miðlunarlón leyfa.

Möguleiki er að breyta framleiðslutíma virkjunarinnar, t.d. um helgar, og framleiða meira aðra daga þegar aflþörf er meiri.

Kaupskylda er hjá HS á allri framleiðlu virkjunarinnar en samningurinn er til 12 ára.

HS mun sjá um að senda inn framleiðluáætlanir fyrir virkjunina til kerfisstjóra. Mögulegt verður að stýra virkjuninni frá Svartsengi og mun verða gert sérstakt samkomulag um þann þátt, ásamt þá þóknun til HS hf.