Hitaveita Suðurnesja tapaði 4,6 milljarði króna vegna afleiðusamninga á síðasta ári. Tap félagsins nam 11,7 milljörðum króna og þar af var tap vegna áframhaldandi starfsemi 11,8 milljarðar króna.

Meginhluti tapsins árið 2008 var vegna hreinn fjármagnstekjugjalda að fjárhæð 15,5 milljarða króna sem samanstendur af 10,5 milljóna króna gengistapi og 4,6 milljarða tapi af afleiðusamningum eins og áður sagði.

Eiginfjárhlutfall var 16% en var 54% í ársbyrjun.