Hitaveita Suðurnesja hf. mun lækka verð á raforku til almennra nota um áramótin. Í frétt á heimasíðu HS kemur fram að eftir lækkunina verður raforkuverð hjá notendum á svæði HS hf. sem kaupa dreifingarþjónustu og raforku af HS hf um 23 aurum lægra en hjá sambærilegum kaupendum hjá OR.

Í frétt HS kemur fram að í bréfi sem borið hefur verið út í Hafnarfirði segir OR að ef skipt sé um raforkusala til OR geti heimili sparað um 900 kr/ár. "Með tilkomu lækkunar HS hf eru fullyrðingar OR rangar," segir í frétt OR.