HS veitur keyptu eigin skuldabréf fyrir alls 300 milljónir króna síðastliðinn föstudag. Júlíus Jónsson, forstjóri HS segir að með kaupunum sé verið að minnka skuldir félagsins. Á árinu hafa alls hafa verið keypt eigin bréf fyrir um 800 milljónir í þessum flokki bréfa.

„Þessi flokkur bréfa, alls um 6 milljarðar króna, eru  á einum gjalddaga árið 2018. Með kaupunum erum við að grynnka á skuldunum eftir því sem fjárflæðið leyfir og undirbúa félagið svo við fáum þetta ekki allt í hausinn. Alls hafa verið keypt bréf fyrir um 800 milljónir af þessu 6 milljarða láni. Það er verið að gera greiðsluáætlun til að hafa borð fyrir báru,“ segir Júlíus en HS Veitur keyptu eigin bréf fyrir 500 milljónir fyrr á árinu.