HSBC, stærsti banki Bretlands þarf að afskrifa 17,2 milljarð bandaríkjadala eða 1.133 milljarð ísl. króna vegna en tap bankans má rekja til undirmálalána í Bandaríkjunum. Þegar var gert ráð fyrir afskriftum upp á 16 milljarð bandaríkjadala en BBC greinir frá þessu á fréttavef sínum.

Árlegur hagnaður bankans eykst hins vegar um 10% og er 24,2 milljarður dala eða 1.588 milljarðar ísl. króna.

Afskriftir HSBC eru stærstu afskriftir bresks banka vegna. Nú þegar hefur RBS tilkynnt um afskriftir upp á 325 milljarð ísl.króna og Barclays áætlar afskriftir upp á 208 milljarða ísl. króna.

Í uppgjöri bankans segir að árið 2007 hafi verið einstaklega erfitt og haft er eftir stjórnarformanni bankanns, Stephen Green að útlitið fyrir 2008 sé óvíst.

„Samdráttur í hagkerfinu og lánamarkaðir í Bandaríkjunum gætu orðið verri áður en það batnar,“ segir Green.

Það sem orsakar hagnað bankans er gífurlegur vöxtur hans í Asíu en greint var frá því í gær að HSBC hyggst auka umsvif sín á Asíu markaði.

Arðgreiðslur bankans fyrir árið 2007 munu aukast um 11% og verða um 90 cent á hlut.