Talsmenn stærsta banka Evrópu HSBC Holdings Plc munu í næstu viku tilkynna áætlun sína um að fækka þúsundum starfa út um allan heim. Talið er að fækkað verði um 10.000-20.000 störf. Þessu greinir Business Insider frá.

Forstjóri bankans Stuart Gulliver mun tilkynna þetta 9. júní næstkomandi á fjárfestakynningu. Enn er þó óljós heildarfjöldi starfa sem verði fækkað um. En talið er að ráðist verði í þessar breytingar til að draga úr rekstrarkostnaði.

Gulliver sagði fyrr á árinu að bæta þyrfti starfsemina í Tyrklandi, Brasilíu, Mexíkó og Bandaríkjunum.