HSBC bankinn mun breyta um nafn í Bretlandi og mun lógó þess hverfa af götunum. Enn er óákveðið hvaða nafn bankinn mun fá en talið er líklegt að það verði annað hvort Midland Bank eða First Direct.

Midland Bank var nafnið á breskum banka sem HSBC tók yfir fyrir 20 árum síðan en First Direct er nafnið á netbanka HSBC sem er með mun hærri viðskiptaánægju heldur en HSBC útibúin.

Eins og VB.is greindi frá í morgun hefur HSBC tilkynnt um fækkun á 25,000 störfum þar af 8000 í Bretlandi. Útibúum mun fækka um 12 prósent á stærstu sjö mörkuðum bankans.