HSBC bankinn hyggst fækka störfum á vegum bankans um 1.100 um allann heim. Slæmu ástandi á fjármálamörkuðum er kennt um.

Á fréttavef BBC segir að um helmingur uppsagnanna muni eiga sér stað í Bretlandi en höfuðstöðvar bankans eru í Lundúnum. Starfsmenn HSBC bankans eru nú u.þ.b. 355 þúsund og stafa þeir í útibúum bankans víðs vegar um heiminn.

Í síðasta mánuði tilkynntu forsvarsmenn bankans um að hagnaður hafi dregist saman um 28 af hundraði á fyrri helmingi ársins. En hagnaður tímabilsins nam 10,2 milljörðum bandaríkjadala. Afskriftum bankans upp á 14 milljarða bandaríkjadala er kennt um minnkandi hagnað.

Hagnaður, fyrir skatta, dróst einnig saman um 35 af hundraði og nam hann 2,1 milljarði bandaríkjadala.

Aðgerðir HSBC bankans þykja í takkt við svipaðar aðgerðir banka um heim allann.