Stjórn HSBC hefur ákveðið að halda höfuðstöðvum sínum áfram í London. Stjórn félagsins hefur síðustu 10 mánuði skoðað fjölda landa og borga þar sem bankinn ætti mögulega að staðsetja höfuðstoðvar bankans. Meðal þess sem bankinn skoðaði var skattaumhverfi, eftirlitsstofnanir og ríkisstjórnir landanna staðsetningu bankans sem í miðstöð markaða.

Bankinn sagði að hann hefði að lokum ákveðið milli þess að halda höfuðstöðvunum í London eða að færa þær til Hong Kong, en þeir sögðu að báðar staðsetningar væri fjármálamiðstöðvar á heimsmælikvarða. Báðar staðsetningar væru einnig færar um að styðja við bankann, sem að eigin sögn er einn sá kerfislega mikilvægasti í heiminum.

Eftir skoðun á ofangreindum atriðum þá ákvað stjórn bankans einróma að halda höfuðstöðvunum í London. Fjármálaráðuneyti Bretlands lýsti yfir ánægju með ákvörðunina og að hún væri viðurkenning á gæði áætlunar um aukna efnahagslega samvinnu við Kína.

The Wall Street Journal greinir frá.