Breski bankinn HSBC íhugar nú hvort flytja eigi höfuðstöðvar bankans frá London, að því er segir í frétt BBC. Stjórn bankans hefur falið stjórnendum að kanna hvar sé heppilegast að staðsetja höfuðstöðvarnar í "hinu nýja umhverfi". Er þar vísað til breytinga sem gerðar hafa verið á regluverki fjármálakerfisins frá hruninu 2008.

Í tilkynningu frá bankanum segir að spurningin sé flókin og að ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hve langan tíma þessu könnun muni taka eða hver niðurstaðan verði, en vinnan sé hafin. Gengi hlutabréfa í bankanum hækkaði um 3% við þessar fréttir.

Aukin regulbyrði, hærri skattar og aukin andúð stjórnmálamanna í garð bankans vegna hneykslismála honum tengdum eru sagt hafa ráðið einhverju um ákvörðun bankans. Þá hafa hluthafar verið gagnrýnir á stjórn og stjórnendur HSBC vegna slakrar frammistöðu. Hagnaður fer minnkandi og hluthafar eru ósáttir við gengi hlutabréfa bankans.