Breski bankinn HSBC Holding greindi frá því í gær að hann hygðist borga 6,3 milljarða Bandaríkjadala fyrir 51% hlut í Korea Exchange Bank (KEB), sem í kjölfarið veitir HSBC öfluga fótfestu í landinu eftir margar misheppnaðar tilraunir félagsins til að yfirtaka aðra suðurkóreska banka. KEB er sjötti stærsti banki Suður-Kóreu og nemur markaðsvirði hans ríflega tíu milljörðum dala. Bankinn starfrækir 327 útibú í Suður-Kóreu og 26 útibú á erlendum mörkuðum.