HSBC Holdings hefur birt uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. Bankinn skilaði tapi á fjórðungnum, en almennt hafði verið talið að bankinn myndi skila hagnaði. Tapið á fjórðungnum nam 1,33 milljörðum dala, eða 171 milljarði króna.

Bankinn sagði að tapið væri að miklu leyti rakið til lækkandi lánatekna og niðurfærslna í lánabók bankans, mikið til tengdum olíu og gasfyrirtækjum.

Yfir árið skilaði HSBC þó hagnaði sem nam 13,5 milljörðum dala, eða 1.736 milljörðum króna

Bankinn tilkynnti einnig að hann sætti rannsókn fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Bankinn er rannsakaður vegna ásakana um að hann hafi markvisst reynt að ráða aðila sem væru tengdir stjórnmálamönnum eða hátt settra starfsmanna ríkisfyrirtækja í Asíu-Kyrrahafssvæðinu.

Hlutabréf í bankanum hafa lækkuðu um 2,19% í viðskiptum dagsins