Belgísk stjórnvöld hafa lagt fram kæru gegn útibúi HSBC bankans í Sviss fyrir að hafa aðstoðað viðskiptamenn sína við að komst hjá skattgreiðslum sem nema hundruðum milljóna evra. BBC News greinir frá málinu.

Saksóknarar halda því fram að hundruðir viðskiptavina bankans, þar á meðal demantasalar frá Antwerpen, hafi flutt fjármuni í skattaskjól með aðstoð bankans. Þeir hafi þannig komist hjá skattgreiðslum upp á hundruði milljónir evra.

Búist er við að bankinn muni þurfa að greiða himinháa sekt verði hann fundinn sekur í málinu.