Breski bankinn HSBC hefur samþykkt að greiða 470 milljón dali, eða um 60 milljarða króna, vegna ásakana að hafa brotið lög í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2008. Bankinn var sakaður um að hafa gengið oft hart fram í innheimtu húsnæðislána og fjárnámum í kjölfar greiðslufalls lántaka.

Bankinn þarf auk þess að breyta verulega stafsemi sinni í tengslum við húsnæðislán í Bandaríkjunum og þarf að bæta hluta viðskiptavina sinna það tap sem þeir urðu fyrir vegna aðgerða bankans. Sjálfstæð nefnd á vegum Bandaríkjastjórnar mun fara yfir endurbætur bankans næstkomandi ár.

Bankinn þurfti einnig að grieða 249 milljónir dala árið 2013 vegna svipaðra brota til Seðlabanka Bandaríkjanna.