HSBC bankinn, sem er sá stærsti í Evrópu, mun segja upp 25 þúsund starfsmönnum víðs vegar um heiminn í því skyni að minnka kostnað og hagræða í rekstrinum. BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að af þessum 25 þúsund starfsmönnum séu 8 þúsund staðsettir í Bretlandi. Í heildina vinna 266 þúsund starfsmenn fyrir bankann og mun hann því skera niður um 10% af vinnuaflinu.

Þá mun bankinn jafnframt selja starfsemi sína í Tyrklandi og Brasilíu. Bankinn mun kynna aðgerðir sínar með nánari hætti síðar í dag.