Breska bankasamsteypan HSBC tilkynnti í dag um uppsögn um 500 starfsmanna en að sögn samsteypunnar koma uppsagnirnar til vegna núverandi efnahagsástands.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC en öllum þeim sem sagt verður upp starfa á Bretlandi. Þá hefur HSBC sagt upp um 1.100 manns nú þegar fyrr í haust.

Eins og gefur að skilja eru ekki allir sáttir við uppsagnirnar og hefur félag bankastarfsmanna í Bretlandi (e. Trade union Unite) sakað bankasamstæðuna um að nýta sér núverandi ástand til að segja upp starfsfólki að óþörfu.

Um 58 þúsund manns starfa hjá HSBC.

Paul Thurston, framkvæmdastjóri HSBC á Bretlandi segir í tilkynningu að stjórn HSBC hafi síðustu tvo mánuði farið yfir rekstur samstæðunnar og sjái sér því miður fært að segja upp starfsólki.

„Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða,“ segir Thurston í tilkynningunni.

„Við hins vegar neyðumst til þess til að tryggja rekstur HSBC og munum gera það sem við getum til að eiga við núverandi efnahagsörðugleika.“