Hagræðing og uppsagnir í bönkum einskorðast ekki við Ísland þessi misserin. Bankarisinn HSBC hyggst segja upp allt að tíu þúsund starfsmönnum. Þetta herma heimildir Financial Times.

Noel Quinn, sem tók nýverið við sem forstjóri HSBC til bráðabirgða, er sagður vilja taka til í bankanum. Heimildarmenn FT segja að ekki verði unnt að skera niður kostnað að ráði hjá HSBC nema að segja upp starfsfólki. Innan HSBC sé raddir sem spyrji hvers vegna svo margir starfsmenn starfi fyrir HSBC í Evrópu, þegar ávöxtun af hluta af starfsemi þess sé í Asíu sé mun betri, oftar en ekki yfir 10%.

Hafa ber í huga að alls vinna um 238 þúsund manns hjá HSBC á heimsvísu. Talið er að uppsagnirnar muni koma til viðbótar við 4.700 uppsagnir hjá HSBC sem greint var frá í ágúst.

John Flint, forvera Quinn í starfi, var sagt upp sem forstjóri HSBC ágúst eftir einungis 18 mánuði í starfi. Ein ástæða uppsagnarinnar er sögð vera að Flint hafi veigrað sér við að taka erfiðar ákvarðanir, meðal annars um uppsagnir.

Uppsagnir hafa átt sér stað í fleiri af stærstu bönkum heims síðustu misseri. Deutsche Bank gaf út í ágúst að fækka ætti starfsfólki um 18 þúsund og stokka upp reksturinn. Þá hafa Barclays, Société Générale og Citigroup greint frá því að fækka eigi starfsfólki á þessu ári.